fbpx

Spurt & svarað

Podify sameinar vinsæla íslenska podcast þætti, ásamt sérframleiddum Podcast þáttum, í eina áskriftarleið. Notandinn borgar eitt áskriftarverð fyrir aðgang að Podcast þáttum sem ekki er hægt að hlusta á annars staðar.

Þú skráir þig í áskrift inni á podify.is og velur í kjölfarið þá Podcast þætti sem þú vilt bæta inn í símann þinn í gegnum helstu Podcast streymisveiturnar. Þegar þú hefur bætt þáttunum inn í símann þinn mun nýr þáttur sjálfkrafa koma beint inn í appið þegar hann hefur verið gefinn út. Þú þarft þess vegna ekki að fara aftur inn á podify.is frekar en þú viljir það, sem við skiljum samt vel af því síðan er ótrúlega falleg.

Við erum svo stolt og ánægð með áskriftina okkar að við leyfum hverjum sem er að prófa frítt í 14 daga. Þegar þú skráir þig í áskrift setur þú inn kortaupplýsingar og ef þú segir ekki áskriftinni upp fyrir prufutímann verður kortið sjálfkrafa gjaldfært.

Áskriftargjaldið verður tekið af því korti sem er skráð fyrir aðganginum þínum. Ef áskriftinni er ekki sagt upp fyrir endurnýjun áskriftar verður sjálfkrafa tekið af kortinu sem skráð er fyrir aðganginum þínum.

Hægt er að segja upp áskrift hvenær sem er í genum mínar síður. Þú hefur enn aðgang út tímabilið sem þú greiddir fyrir.

Því miður þá býður Spotify ekki upp á þann möguleika að vera með lokað efni á þeirra streymisveitu. En við munum bæta við þeim möguleika um leið og sú nýjung lítur dagsins ljós.

Þegar þú skráir þig í prufuáskrift verður tekin 1 kr. heimild af kortinu þínu til þess að staðfesta aðganginn og kortið þitt. Þessi heimild gengur til baka ekki síðar en 7 dögum eftir að hún er tekin. ATH að ekkert gjald verður tekið fyrir prufuáskriftina.